Rafeindatækni og örtölvur fyrir alla, konur og karla ?

Það er með ólíkindum hvað venjulegt fólk getur gert með aðstoð smá rafeinda íhluta og tölvurása.
Það eru frændur okkar Norðmenn sem sköpuðu Atmel örgjörvann sem kennararnir góðu á Italíu settu á litla þróunarbrettið og til varð Arduino heimurinn.
Í þessu umhverfi er hægt á einfaldan hátt að læra forritun og smíði einfaldra rafeindarása sem geta gagnast venjulegu fólki.
Það eru ekki bara tölvufólk sem vinnur með þetta heldur líka listamenn, hljóðfæraleikara, kennarar, nemendur og handverksfólk.
Við hjá Elab gerum okkar besta til að breiða út boðskapinn og hjálpa öllum þeim sem vilja kynnast þessum spennandi heimi.
Við höldum námskeið hjá Endurmenntunarskólanum og hvar sem næg þáttaka er mætum við með allt okkar safn af tækjum og tólum til að vekja áhugann á þessu sviði.