Teiknun rafrása

Mikið er til af gjadfrjálsum hugbúnaði til rása-teikninga, eitt þeirra er EAGLE sem er mjög vinsælt forrit til að teikna rásateikningar og prentplötur. Forritið er mikið notað í skólaumhverfi og af áhugamönnum. Með frýju útgáfunni má teikna plötur allt að 100 x 80 mm.

Mynd af vél.

Mörgum teiknikerfum fylgir hermir sem getur prófað virkni rása sem teiknaðar eru, önnur kerfi geta búið til skrár fyrir sjálstæð hermikerfi eins og SPICE.

Einnig eru til hermikerfi fyrir GERBER fæla svo hægt sé að sjá hvernig væntanleg prentplata lítur út.

Hægt er að bæta við Eagle3D sem gerir mögulegt að sjá útlagðar prentplötur í þrívidd sem er mjög hjálplegt, (leiðbeiningar hér). Til þess þarf að sækja forritið og einnig þarf að setja up render forritið POV sem teiknar 3D myndirnar.

 

 

 

ALTIUM er mjög öflugt teikni og hönnurakerfi. ORCAD er eitt gamalt og gróið frá Cadence. Svo má nefna Mulisim frá National Instruments sem er bæði hermiforrit og teiknikerfi.

GERBER skrá eru fyrir photoplottera sem eru sendar til framleiðsluhúsa eða þeirra sem eiga að framleiða plörurnar. Þessa skrá eru í mörgum hlutum, ein fyrir koparlagið hvoru megin, svo eru skrár með borhnitum, gegnumtökum, silkiprentun komponenta og merkingum og jafnvel lóðmaska. Til að vera viss um að þessar skrá séu réttar þá er gott að nota forrit sem les þær og teiknar upp eins og t.d.þessi (Windows) eða þessi(Linux).

Prentplötur geta verið úr epoxy efni (FR4) eða pappírsefni (FR1) og kallast harðar plötur eða "RIGID", svo er hægt að fá örþunna sveigjanlegar prentrásir (FLEX) og janvel sambyggðar (RIGID-FLEX) í sérstök verkefni.

.Elab getur annast prófanir á skrám og sendingar til frameiðslufyritækja á hagstæðu verði.