3D prentaradagar í desember

Elab verður með 3D prentara eins og Makerbot Replicator2 og Ultimaker2 sem eru vinsælustu og mest seldu 3D prentararnir ídag í prófun í desember, og alla regnbogans liti af plasti, bæði ABS og PLA. Að auki verður smíðaður prentari frá grunni úr íhlutum sem við höfum safnað til okkar frá Bandaríkjunum og Kína.
Einnig verða gerðar tilraunir með 3D scanna og fl sem tengist þessu sviði.
Og fyrir þá sem eru miklir listamenn eigum við von á 3D penna þar sem hægt er að teikna í þrívídd.