Teiknikerfi

Mikilvægustu tólin við hönnun á hvers kyns búnaði í dag eru teiknikerfi því það þarf að vera hægt að senda smíðateikningar til framleiðanda án þess að misskilningur komi upp. Kerfin eru í nokkrum hlutum, grunnkerfi 2 eða 2.5 plön, þrívíð teiknikerfi, sum með öfluga hlutbundna eginleika, render kerfi til að setja liti og áferðir á hluti og gera hreyfimódel, og svo kerfi sem geta gert útreikninga á hlutum eins og hitaþoli, styrk og fl.

Kerfi sem eru frí:

Sketchup frá Google er til í frírri útgáfu og svo má kaupa aðgang að Sketchup PRO þegar menn eru komnir lengra. Ef menn þurfa bara tvívíð vektor gögn þá má nota Inkscape.

Blender 3D er "open source" teiknikerfi.

Stóru kerfin:

Autodesk framleiðir mjög breiða línu af teiknikerfum. Autocad sem er vinsælt kerfi í húsateikningum. Inventor, 3Dstudio og mörg fleiri öflug teiknikerfi.

Solidworks er mjög öflugt teiknikerfi og mikið notað í hátækni iðnaði.

 


Hér eru nokkur modeling kerfi