Nú er komið haust og þá fer allt af stað hjá Elab

Elab er nú til húsa hjá Media ehf í frumkvöðlasetrinu Kveikjunni í Hafnafirði. Þar verður hægt að setjast niður og ræða málin, skoða margvíslegar frumgerðir og fá góð ráð um hönnun og smíði rafeindatækja. Einnig er ætlunin að halda þar nokkur námskeið í vetur sem verða betur kynt hér á næstunni.