Ljóstvistar

Hefðbundnar ljósaperur, glóðarperur eru að hverfa af markaðnum og svokallaðar sparperur að taka við. Annarsvegar eru þetta háþrýstar flúrperur og hinnsvegar LED eða ljósdíóðu perur. Mælieiningar eru einnig að breytast og nú er ekki lengur talað um 25, 40, eða 60watta perur heldur er talað um lúmen og 9wött og 11wött og svo milliamper (mA), einnig er talað um kalda og heita birtu og nú þarf að venjast því að pera sé lengi í gang eða að birtan sé ekki eins og menn voru vanir. Semsagt helmikið sem þarf að pæla í stað þess að setja bar nýja peru í stæðið. Þar sem heilmikill rafeindabúnaður tengist þessum nýju perum þá ætlar Elab að setja upp gagnabanka og fjalla um þá tækni sem að baki býr og aðferðir sem þarf til að t.d. dimma þessa ljósgjafa því gamli góði dimmerinn virka ekki lengur, einnig verður skoðað hvernig stjórna má þeim á besta máta.
Aðal áhersla okkar verður að sjálfsögðu á LED perurnar því þær eru hluti af rafeinda heiminum og endalausir möguleikar eru á nýrri hönnun ljósa og lýsingaraðferða, upplagt verkefni fyrir skapandi fólk.

Þeir sem hafa áhuga á þessu sviði geta skráð sig inn á vefinn og fá þá aðgang að öllum þeim gögnum sem við höfum safnað saman.

Við bendum einnig á vefsvæði Ljóstæknifélagsins