Mótorar

Ótrúlega mikið úrval er til af mótorum í dag. Hér fjöllum við aðalega um rafdrifna mótora og stjórnbúnað þeirra. Ef færa á öxulinn nákvæmlega og hægt þá er hægt að nota skrefmótora sem hafa mikið afl við litla hreyfingu og geta haldir fastri stöðu. Ef mótor þarf að geta snúist hratt og nákvæmlega er notaður servo mótor þar sem skynjari mælir stöðugt snúninginn og stjórnar drifrásinni.