Þróunartölvur

Þegar menn þurfa eitthvað öflugra en þessa litlu stjórntölvur er tímabært að skoða tölvurásir sem geta keyrt stjórnkerfi eins og Linux, Android eða WindowsCE. Þá er stjórnkerfið "multi tasking" sem gefur mikla möguleika.
Algengar tölvur eru Raspberry IP, Dragino og svo aragrúi af öflugum 32 bita tölvum á litlum þróunarbrettum.

RTOS eða "real time operating system" er það sem skilur á milli litlu tölvurásanna sem við notum í smærri verkefni svo sem lesa boð frá skynjurum og nemum, og verkefna eins og að lesa gagnagrunna, stjórna vefþjónum og netkerfum sem öll þurfa að vera virk samtímis. Þá er örgjörvinn miklu hraðvirkari og afkastameiri og getur með stýrikerfi sínu skipt afkastöm sínum á mörg verkefni með því að hoppa eldsnöggt á milli þeirra þannig að öll verkefnin eða þræðirnir halda að þau hafi örgjörvan útaf fyrir sig.

Elab hefur mesta reynslu af Linux afbryggði sem nefnis OpenWrt, og svo Ubuntu á stærri vélar, einnig erum við með WindowsCE og Raspberry PI. Önnur kerfi eru til í sérhæfð verkefni en við látum þessi duga.