Forritun smátölva

Margar smátölvur eru á markaðnum en þær sem Elab menn eru helst að nota eru ARV 8 bita og 32 bita fyrir flóknari verkefni. 8 bita tölvurnar er byggðan á Arduino umhverfinu og nota AVR örgjörva. Forritunin er aðalega í C forritunarmálinu en einnig í assembler eða smalamáli þar sem við á.
32 bita tölvurnar eru gjarnan með örgjörva frá Atheros, STMicro og Broadcom en margar aðra gerðir er einnig notaðar. Forritunarumhverfið ræðst af örgjörvanum og stýrikerfið er oftast Linux eða Android.
Arduino forritunarumhverfið er mjög vinsælt þar sem svo auðvelt er að komast af stað. Einnig er til mjög mikið af tilbúnum sýniforritum sem auðvelt er að prófa. Það eina sem þarf er eitthvað af Arduino tölvubrettunum eða menn smíða bretti með AVR örgjörva og Arduino bootloader.

Annað vinsælt forrit sem byggir á sama viðmóti er Processing, þetta er meira fyrir grafiska framsetningu á t.d. mælingum gerðum með AVR örgjörvanum.

Frizing er svo forrit sem auðveldar að teikna upp það sem menn eru að smíða með Arduino búnaði.

Til að komast í gang með að forrita 8 bita AVR örgjörva á tölvu með Windows stjórnkerfi þá eru þessi tól helst:

WinAVR
Arduino
AVRStudio

Við byrjum á að setja upp umhverfi þar sem hægt er að skrifa inn kóðann, þýða hann fyrir rétta örgjörva og búa til svokallað hex skrá. Þá þarf að vera tiltæk aðferð til að hlaða forritið í örgjörvann og síðan ræsa forritið.

Arduino forritunarumhverfið er sérlega auðvelt og má nálgast það hér