AVR örgjörvar

Það eru frændur okkar norðmenn sem standa á bakvið þenna öfluga örgjörva. Fyrirtækið Atmel framleiðir mikinn fjölda örgjörva bæði 8 bita og 32 bita. Að auki framleiðir Atmel sendi og móttökurásir fyrir þráðlaus samskipti eins og Zigbee.
Bílaiðnaðurinn notar mikið þessa örgjörva og Atmel framleiðir sérstaka vörulínu í bíla.

Atmel veitir frían aðgang að mjög öflugu þróunarkerfi fyrir þessa örgjörva AVR Studio4 sem gerir keyft að forrita og emulera örgjörvana á venjulegri PC vél.

Til að vinna með örgjörvana eru nokkrar leiðir. DRAGON þróunarbretti frá Atmel er góður kostur. Þar er hægt að forrita þá með:
In System Programming ( ISP )
High Voltage Serial Programming ( HVSP )
Parallel Programming ( PP )
JTAG Programming ( JTAG Prog)
Með DRAGON má líka
gera In-circuit emulation með:
JTAG ( JTAG )
debugWIRE ( dW )

Einnig er auðvelt að búa til bæði serial eða parallel forritunarkapla og nota hið vinsæla tól AVRdude.

Og nú á tímum USB tengja þá er hægt að smíða smá USB forritara samkvæmt þessum leiðbeiningum.

 

 

 

AVR Tenglar:

Wiki síða
ARDUINO þessi mjög vinsæla vara notar AVR
ARV FREAKS áhugamannasamfélag
Embedded projects from around the net

Cornell lokaverkefni sem flest nota AVR örgjörva