Riðstraums mótorar

Riðstraumsmótor er rafmótor sem knúinn er áfram af riðspennu. Hann er gerður úr tveim hlutum, ytri hlutinn er hús fyrir fasta vindinga (sátur) sem skapa segulsvið sem snýst (hverfisegulsvið) og svo rótor sem er á snúningsöxli mótorsins og hreyfist með segulsviðinu. Tvær gerðir eru algengastar, "induction" (ósamfasa) mótor sem gengur aðeins hraðar eða hægar en hverfisegulsviðið og "syncronus" (samfasa) mótor sem gengur í takt við segulsviðið.

Með því að nota 3 fasa rafmagn má nota minni og aflmeiri mótora til að skila aflþörfinni.

 

Hér er tengill á ágætis kennslubók um riðstraums mótora, og hvernig hverfiseglsvið virkar. Víða er ekki aðgangur að 3 fasa rafmagni og þar getur þurft að nota tíðnibreyta eða þétta til koma mótorum af stað. Til sveita er einnig 2 fasa rafmagn og ætlum við að koma með yfirlit um það á næstunni.