Segulsviðsnemar

Segulnemar eru rafeindarásir sem lesa segulsvið. Þeir eru notaðir í fjölmargar lausnir eins og rafeinda kompása, GPS leiðsögutæki og margvísleg mælitæki.

Segulnemar eru frábrugðnir öðrum nemum að því leiti að þeir mæla ekki beint ákveðið gildi eins og t.d. hitanemar heldur skynja þeir breytingar eða truflanir í segulsviði og gefa þannig upplýsingar um t.d. stefnu, tilvist segulsviðs, snúning, horn eða tilvist og styrk rafstraums í leiðara (hall effect).

Merkið frá þessum nemum þarfnast oftast einhverrar úrvinnslu og útreikninga og eru þeir því nokkuð flóknir í notkun en gefa nákvæman og áreiðanlegan aflestur án snertingar.

Hægt er að flokka þessa nema í þrjá flokka eftir næmni, segulsvið <1 míkró Gauss, eitt míkró Gauss til 10 Gauss og svo >10 Gauss.