Rennslisnemar

Hægt er að mæla rennsli vökva með nokkrum aðferðum, algengast er með snúningsrellu sem komið er fyrir í rörinu. Einnig er hægt að reikna rennslið með því að mæla þrýstingsfall yfir tregðu sem komið er fyrir í rörinu. Og nú eru komnir tveri rafeinda nemar, örbylguhljóð og segulsviðsmælir (electro-magnetic).

Örbylgjumælar nota tvö skaut með ákvenu millibili og hlusta eftir doppler áhrifum sem tákna hraða vökvans.

Segulsviðsmælar eru nákvæmari en duga ekki á málmrör heldur þarf að vera rör sem ekki leiðir rafmagn eins og plast eða gúmmí.