Hröðunarnemar

Komnir eru á markað margvíslegir hröðunar- og kraftnemar sem gefa mikla möguleika í smíði flókinna tækja. Nemarnir gefa aflestur eftir hröðun sem þeir verða fyrir og geta einnig mælt högg. X-Y-Z hreyfingar eru mældar samtímis og má nota þær t.d. í að stjórna farartækjum eins og Segway hjólinu.

Slíkir nemar eru nú innbyggðir í marga snjallsíma og myndavélar.

Úrvinnsla gagna frá þessum nemum getur verið krefjandi og oftast þarf töluvert reikniafl t.d. ef nota á Kalman filter til að vinna gögnin.