Ljósnemar

Til eru rafeindarásir sem eru næmar fyrir ljósi, bylgjulengd ljóssins skiptir máli, þannig eru til rásir sem nema dagsbirtu og rásir sem nema útfjólublátt ljós og innrautt ljós.

Við þekkjum vel t.d. sjónvarps fjarstýringu sem notar innrautt ljós til að senda boð á ljósnema sem er framan á tækinu og þannig getum við stjórnað tækinu. Ljósleiðara net eru einnig byggð á þessu. Neminn er hálfleiðari sem breytir leiðni ef ljós fellur á hann.

Hreyfinemar nota "passive infrared" ljós (PIR) til að nema hreyfingu og eru í raun að mæla hitaendurkast og sjá því jafnt í björtu sem í myrkri. Þessi tækni gerir mögulegt að smíða myndavél sem sér í myrkri.