Hitanemar

Hitanemar eru til í mörgum gerðum, hér er aðeins fjallað um þá sem unnið er með rafrænt. Þeir eru annaðhvort snertinemar þar sem þeim er komið fyrir í eða á þem fleti sem mæla hitann eða þeir eru fríir og mæla hitastig umhverfisins. Þegar velja á nema þarf að huga að þessu og einnig hvort mælitækið sé nálægt eða lang frá mælistað.

Hitasvið og hitaþol nemanna er mismunandi, einnig sá flötur á nemanum sem skynjar hitann. Einfaldast er að nota hitaþolið vinám, svokallað NTC eða PTC viðnám, svo er til mikið úrval af kvörðuðum dvergrásum sem skila mæligildi á stafrænu formi til mælitölvu.

 

 

 

 

Vinsæl rás er DS18S20 sem notar aðeis tvo víra til að tengjast tölvu og getur mælt einn eða marag mælipunkta með sama vír.

Hita auga er innrauður nemi sem getur mælt hita án snertingar, auganu er beint að fleti sem getur verið í nokkurra metra fjarlægð og augað mælir hitann nákvmlega frá -70 til 380 gráður á celsius. Nákvæmnin fer eftir linsu í nemanum sem hefur 10 gráðu geisla og er háð endurkaststuðli (emissivity) flatarins. Ál hefur t.d. 0.18 og plast 0.85, ef nemanum er beint að manni þá nemur hann hita fatanna en ekki hita húðarinnar.