Nettengingar á heimilum

Í nýjum húsum er farið að leggja síma, sjónvarps og tölvulagnir frá fjarskiptakassa sem er oftast við hlið rafmagnstöflu og beint að hverjum notkunarstað, svokölluð stjörnutenging. Þar er Inntak fyrir símalagnir og ljósleiðara staðsett á einum stað.

Þó svo þráðlaus samskipti séu að verða betri og betri þá er líka krafa um enn meiri og öflugri gagnaflutning og því skynsamlegt að leggja CAT5 strengi þar sem það er hægt. Nú þegar sjónvarpsefni er farið að vera á IP neti eins og í sjónvarpi símans og vodafone, og með tilkomu Internet-TV og svokallaðra "Media Center" kerfa þá er þörf á að heimanetið sé hraðvirkt (100mbps) og stiðji "multicast" sendingar.

Skýrslutæknifélagið hélt áhugaverða ráðstenfnu um Heimanet nú í janúar sem má finna hér.