Þráðlaus netkerfi

Algengasta gerð þráðlausra tölvuneta er WiFi sem er samskiptanet á gjaldfrálsu tíðnisviði 2.4GHz. Önnur kerfi eru WiMax, Zigbee, Zwave og nú er líka farið að nota 3G GSM tengingar. Mörg önnur kerfi eru til í sérhæfð verkefni.

WiFi er algengt heimanet þar sem ADSL gáttin sem tengir heimilið við internetið gegnum símalínu er oftast staðsett við símainntakið, þá getur verið heppilegt að hafa þráðlaus netsamskipti innan heimilis. Þessi samskipti er dulkóðuð svo hver sem er geti ekki haft aðgang að netinu. Dulkóðunarkerfi eru nokkur, algengt er að nota svokallaw WEP en það styður bæði 64bita (40bit) kóðun og 128 bita. Það er rétt að mæla með að allir noti 128 bita WEP kóðun eða betri staðal þar sem auðvelt er að brjótast inn í 64 bita lykilinn.

Þar sem rafsegulbylgjur ferðast misvel gegnum veggi og gólf þá þarf að huga vel að staðsetningu búnaðar og loftneta.