Örgjörvar

Hér er stutt en ekki tæmandi upptalning:

  • PIC – þetta er kassískur kubbur frá Microchip. Mjög einfaldur, mjög vel þekktur og sannreyndur, vantar aðeins uppá möguleika m.v. aðra nýrri.
  • AVR – Aðal keppinautur PIC á markaðnum. Gerir allt sem PIC gerir, betur, hraðar, einfaldar og ódýrar.
  • MSP – Mjög góður kubbur frá Texas Instruments (TI), ekki eins fjölhæfur og AVR eða PIC. Nýtur sýn best við mjög lága straumnotkun (nano amper) í tækjum sem þurfa að geta starfað árum saman á AA rafhlöðum.
  • ARM – Mjög öflugur og ódýr, sagt er að ARM stefni að heimsyfirráðum! Samt nokkuð vandmeðfarinn og ekki fyrir óvana.
  • 8051 – Klassískur og gamall, var “de facto” staðall 8 og 4 bita örgjörva. Þróaður af Intel kringum 1980, er enn í dag vinsælastur við kennslu í háskólum um allan heim. Notar klassískt skipanasett sem er þrautprófað, kubburinn hefur verið uppfærður í seinni tíð, er nú með Flash minni, ADC, SPI, ofl.
  • 68HC08/11 – Annar gamall og góður með öflugt skipanasett þróað af  Motorola. Allar vogir og búnaður frá Marel var með þennan örgjörva í upphafi. Mjög vinsæll og mikið kendur í háskólum. Þessir gömlu jálkar þjást þó af skorti á innbyggðu minni.

 

I2C samskiptaleiðin var þróuð af Philips (nú NXP) fyrir 20 árum til að vera samskiptaleið milli öflugra dvergrása sem notar aðeis 2 pinna. Þessi aðferða var allsráðandi í hljómtækjum og sjónvarpstækjum og er nú til í miklum fjölda sérhæfðra rása.