Mælitæki

Það er ekki hægt að hanna rafeindabúnað nema að hafa aðgang að helstu mælitækjum og verkfærum. Hér verða tekin dæmi um hvernig góð aðstaða þarf að vera búin.

Fjölsviðsmælir þarf að vera nákvæmur og auðveldur í notkun, vinsælir mælar eru frá Fluke og UNI.

Sveiflusjá þarf að vera með næga bandbreidd fyrir þau verkefni sem unnið er við, algengast er tveggja rása og gott er að hafa hana tölvutengjanlega þannig að hægt sé að prent út mæligildi og kúrfur.

"Funktion generator" er notaður til að búa til prófunar merki þegar unnið er við flóknar analog- eða digital rásir og líkja þarf eftir merkjum.