Nú er komið að 3D verkefnum.

Á næstu vikum leggjum við áherslu á þrívíddar skönnun og prentun. Við ætlum að setja upp snúningsborð og skanna og fara í öll smátriði sem koma við sögu. Við förum í gegnum bókina "Making Things See" frá Make, www.makezine.com
Þegar búið er að skanna inn viðfangsefnið verður farið í atriði eins og hvernig laga má til og leiðrétta módelið sem er nú í svokölluðu STL formi eða þríhyrninamengi.
Svo prentum við með þrívíddarprentara og skoðum nákvæmlega hvernig það fer fram og prófum hvernig stillingar á hita og færsluhraða hafa áhrif á gæði og áferð prentuðu hlutanna.