Samstarfsaðilar

Verið er að gera samninga við þá aðila sem koma að starfseminni og verður sá listi aðgengilegur hér bráðlega. Þeir sem hafa áhuga á að gerast samstarfs- og styrktaraðilar vinsamlegast sendið póst á elab@elab.is

Elab er með fjarfundabúnað og getur verið í beinu sambandi við frumkvöðlasetur víða um heim. Hægt er að fylgjast með kennslu FabAcademy sem fram fer hjá MIT í Bandaríkjunum en þaðan koma líka fleiri tól sem við notum í Elab eins og Processing. Einnig er hægt að vinna með fjölmögum Fablab smiðjum víða um heim.

Cornell háskólinn er með mjög öfluga kennslu í rafeindatækni og hér heima eru Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík með öflugar deildir í rafeindatækni. Tækniskólinn á Skólavörðuholti er með vel búna rafeindadeild.

Verið er að byggja upp bókasafn og upplýsingabanka sem samstarfsaðilar geta notað til að flýta vinnu við flókin verkefni.