Description for image 5Description for image 1Description for image 3Description for image 4

Android mini PC

Nú hefur Elab verið að prófa nokkrar gerðir af þessu frábæra tóli. Hér er á ferðinni ótrólega lítið og öflug tæki sem er í raun fullkomin tölva með 2 gig minni og 8 gig flass-disk auk 4 kjarna örgjörva. Þessu er pluggað beint í HDMI tengi á sjónvarpinu sem tekur bæði hjóð og mynd í bestu gæðum, svo er tengd straumsnúra og þá kemur valmynd tækisins á skjáinn. Fljótlegt er að tengjast WiFi neti heimilisins og þá er hægt að skoða allt myndefni sem er á tölvu heimilisins, tónlist og ljósmyndir.

Góðar hugmyndir frá Jeelabs

Við höfum verið að prófa litlar tölvueiningar frá Jeelabs sem eru byggðar með AVR örgjörva og Arduino forritunar umverfi og allar nota þráðlaus samskipti með radíó rás sem nefnist RFM12B, það eru endalausir möguleikar sem opnast með þessari samsetningu. Til eru einingar sem smella á Dragino og RaspberryPI tölvur og þá geta þær miðlað gögnum frá og til þessara eininga þráðlaust og sent á internetið, vefsíður eða síma forrit.

Loksins IoT server

Nú hefur Elab opnað IoT server eða "Internet Of Things" server þar sem vista má margvíslegar mælingar og nálgast grafiskt viðmót. Þeim sem vilja prófa þetta er bent á að senda okkur línu á elab@elab.is
Hér er upplagt að prófa alla þessa nema sem hægt er að tengja Arduino tölvum og einnig RaspberryPI eða Dragino.

Stjórnun ljósmagns á LED flögu.

Ljóstvistar (LED) eru díóður sem gefa frásér ljós. Til að hemja ljósstyrkinn er annaðhvort notuð spenna eða straumur. Hvorutveggja virkar en með því að stjórna straumnum þá næst betri árangur sérstaklega til lengri tíma þar sem sem ljósgjafinn hitnar og innra viðnám breytist.

Þráðlaus skynjara net!

Nú eru 5 ár liðin frá því við settum upp fyrsta þráðlausa Zigbee-möskva skynjara netið "wireless sensor network" sem var gert til að vakta lundabyggð í Stórhöfða. Þetta var frumraun okkar í notkun á bæði Zigbee sendum, hreyfinemum og innrauðum myndavélaum. Með stuðningi frá Nýsköpunasjóði Námsmanna og FabLab smiðjunni í Vestmannaeyjum var hægt að koma saman frumgerð sem sýndi notkun þessara hluta og hefur Elab þróað aðferðirnar áfram og verður sagt nánar frá því hér á næstunni. Hér er tengill á verkefnið.

Pages

Subscribe to elab.is RSS