Description for image 5Description for image 1Description for image 3Description for image 4

Arduino námskeið hálfnað!

Nú er námskeiðið okkar hálfnað og ljóst að það verður að undirbúa fljótlega annað námskeið auk þess sem við ætlum að hafa framhalds námskeið fyrir þá sem eru komnir vel af stað með smíðaverkefni.

Arduino námskeið 21 - 30 október!

Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig á Arduino námskeið sem við höldum í samvinnu við Endurmenntunarskóla Tækniskólans og hefjast 21 október. http://www.tskoli.is/arduino/
Þar verður komið inná alla þætti Arduino, allt frá minnstu kerfu til Arduino YUN, við skoðum hitanema, ljósnema, XYZ nema, kraftnema, mótora og segulrofa, svo verða hljóðgjafa og LED stýringar skoðaðar.

ARDUINO YUN

Nú er komin enn ein útgáfa af þessum frábæru þróunar og kennslu einingum, hér er á ferðinni Arduino Lenonardo + öflug ARM 32 bita Linux tölva (Limino - afbrygði af OpenWrt). Við hjá Elab þekkjum vel þetta umhverfi því lengi höfum við verið að vinna með Dragino þróunarbrettið sem nú er komið í enn öflugri útgáfu með Atheros AR9331 örgjörva.

Nú er komið haust og þá fer allt af stað hjá Elab

Elab er nú til húsa hjá Media ehf í frumkvöðlasetrinu Kveikjunni í Hafnafirði. Þar verður hægt að setjast niður og ræða málin, skoða margvíslegar frumgerðir og fá góð ráð um hönnun og smíði rafeindatækja. Einnig er ætlunin að halda þar nokkur námskeið í vetur sem verða betur kynt hér á næstunni.

Arduino Robot

Þá er komið vélmenni frá Arduino liðinu, hér er á ferðinni skemmtileg samsetning af vélbúnaði.

Pages

Subscribe to elab.is RSS