Description for image 5Description for image 1Description for image 3Description for image 4

Þökkum frábærar viðtökur í Kórnum

3D prentur er greinilega það sem koma skal, við getum nú boðið þessa ódýru og góðu prentara ásamt öllum fylgihlutum og varahlutaþjósustu. Sendið línu á elab@elab.is og fáið verð og afhendingartíma.
Og nú loksins CreatorX gerðina og væntanlegur er svo atvinnu prentarinn Dreamer sem er í hæsta gæðaflokki.

Nú er komið að 3D verkefnum.

Á næstu vikum leggjum við áherslu á þrívíddar skönnun og prentun. Við ætlum að setja upp snúningsborð og skanna og fara í öll smátriði sem koma við sögu. Við förum í gegnum bókina "Making Things See" frá Make, www.makezine.com
Þegar búið er að skanna inn viðfangsefnið verður farið í atriði eins og hvernig laga má til og leiðrétta módelið sem er nú í svokölluðu STL formi eða þríhyrninamengi.

FabLab Reykjavík opnað!

Nú er búið að opna Fablab smiðjuna í Eddufelli2, opið er fyrir almenning frá 13-18 alla virka daga en þó er rétt að hafa samband við starfsfólk til að kanna með aðgang að tækjum, síminn er 567-5522, eða sendið póst á reykjavik@fablab.is.

Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, NMI og Elab í samstarf!

Elab, NMI og FB standa að tilraunaáfanga byggðum á FabAcademy sem MIT skólinn í Boston leiðir.
Áfanginn er kenndur í FabLab smiðjum víða um heim og svo frumkvöðlaáfanga sem sniðinn er að Íslenskum veruleika, þar sem nemendur fá leiðsögn í að koma hugmyndum sínum í verk, smíða frumgerðir, gera viðskiptaáætlanir, fá fjármögnun eða selja verkefnið til framleiðslufyrirtækja.
Skoðuð eru einkaleyfi og fjármögnunarleiðir eins og Kickstarter.

Rafeindatækni og örtölvur fyrir alla, konur og karla ?

Það er með ólíkindum hvað venjulegt fólk getur gert með aðstoð smá rafeinda íhluta og tölvurása.
Það eru frændur okkar Norðmenn sem sköpuðu Atmel örgjörvann sem kennararnir góðu á Italíu settu á litla þróunarbrettið og til varð Arduino heimurinn.
Í þessu umhverfi er hægt á einfaldan hátt að læra forritun og smíði einfaldra rafeindarása sem geta gagnast venjulegu fólki.
Það eru ekki bara tölvufólk sem vinnur með þetta heldur líka listamenn, hljóðfæraleikara, kennarar, nemendur og handverksfólk.

Pages

Subscribe to elab.is RSS