Description for image 5Description for image 1Description for image 3Description for image 4

B.A.T.M.A.N. loksins komið í gang hjá okkur.

Þetta ótúlega netkerfi B.A.T.M.A.N. (better approach to mobile ad-hoc networking) er routing protocol fyrir multi-hop ad-hoc möskva net, eða aðferð við að tengja saman mörg tæki/tölvur með WiFi sambandi þannig að tækin bæta sér sjálfvirkt inn í netið og áframsenda gögn hvert fyrir annað. Þetta gerir mögulegt að byggja stór net sem henta vel fyrir t.d. "internet of thigs" tæki eins og Elab er að byggja. Hafðu samband við okkur elab@elab.is ef þú vilt prófa svona netkerfi eða vinna með okkur í tilraunum og prófunum.

Nú erum við með ótrúlega flottar lausnir frá Adafruit

Með nýrri ljósdíóðu er hægt að gera ótrúlegustu hluti, hér er á ferðinni marglit díóða með innbyggða stjórnrás þannig að það eru engir aukahlutir. Elab er með allar gerðir af þessum díóðum á hringlaga prenti, lengjum og plötum með 8 x 8 díóðum og stærri auk rúllum 1 merter og 5 metra langar. Erum líka með sérstaka drivera fyrir þá sem vilja gera stóra effekta. Við aðstoðum ykkur við forritun og tæknilegar útfærslur.

Raspberry PI eða Arduino YUN

Þegar við þurfum eitthvað öflugra í verkefnin okkar þá er auðvelt að nota Rapsberry PI sem er öflug smátölva með Linux stýrikerfi og Ethernet tengi, þessi vél hefur stóran hóp notenda með mikið af góðum forrita sýnishornum, annar möguleiki er að nota Arduino YUN en það er sérlega auðvelt að brúa bilið frá Arduino grunni og yfir á YUN sem er með öfluga linux tölvu um borð með WiFi og Ethernet tengi og Linux afbrigði sem nefnist OpenWrt en Arduino menn kalla sína gerð Lineo.

ARDUINO DAGURINN!

Nú, 29 mars er Arduino dagurinn haldinn hátíðlegur um allann heim. Að því tilefni bjóðum við hjá Elab sérstök kjör á næsta námskeiði okkar sem haldið verður í Fablab Reykjavík í samvinnu við Fjölbrautaskóla Breiðholts og hefst strax eftir páska. Ef þú hefur áhuga þá sendu okkur línu á elab@elab.is.

3D skönnun

Nú þegar við erum komin með 3D prentarann í gang þá þarf að teikna þrívíða hluti. Það eru mörg forrit allt frá fríum eins og Blender, Sketchup og til 3D studio, Rhino og Solidworks sem koma að gagni. En nú getum við líka nýtt okkur margvísleg tæki sem geta skannað hluti í þrívídd og búið til net af hnitum sem mynda þrívítt módel.

Pages

Subscribe to elab.is RSS